Í blíðviðrinu sem nú er á Snæfellsnesi, eru jafnan margir bátar á sjó enda nýtt kvótaár gengið í garð og sjómenn komnir á ról eftir langt sumarfrí. Þrátt fyrir blíðuveður geta bátar bilað og þannig fór fyrir línubáturinn Tryggva Eðvarðs SH frá Rifi í dag.
Vél bátsins drap á sér og fór ekki í gang aftur. Þurftu skipsverjar að biðja nærstaddan bát um aðstoð við að komast í land og tók Lilja SH sem einnig er frá Rifi, Tryggva í tog og kom með hann í land á sjötta tímanum í dag.