Einum ráðherra var boðið til Peking

Frá setningu ólympíumóts fatlaðra um helgina.
Frá setningu ólympíumóts fatlaðra um helgina. Reuters

Íþróttasamband fatlaðra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar í DV í gær þar sem gagnrýnt var að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, skyldi ekki sækja ólympíumót fatlaðra í Peking í ljós þess að hún hefði farið tvívegis á ólympíuleikana þar í ágúst. Segist íþróttasambandið hafa boðið  Jóhönnu Sigurðardóttur, til leikanna og hún þekkst boðið.

Yfirlýsingin er eftirfarandi: 

„Í tilefni af skrifum DV 9. september 2008 vill Íþróttasamband fatlaðra taka fram að sú hefð hefur skapast að bjóða einum ráðherra ríkisstjórnarinnar  á ólympíumót fatlaðra.
 
Íþróttasamband fatlaðra óskaði eftir því að Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra,  yrði heiðursgestur ólympíumóts fatlaðra  árið 2008 í Peking og þekktist hún boðið.
 
Íþróttasamband fatlaðra hefur átt mjög gott samstarf við menntamálaráðherra  og harmar þessi ómaklegu skrif."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert