Enn haldið sofandi í öndunarvél

Um 70 manns voru samankomnir í Ísafjarðarkirkju seinni partinn í …
Um 70 manns voru samankomnir í Ísafjarðarkirkju seinni partinn í gær til að biðja fyrir Össuri. mynd/bb.is

Össuri Pétri Össurarsyni er enn haldið sofandi í öndunarvél, að sögn sérfræðings á gjörgæsludeild. Össur fannst meðvitundarlaus með alvarlega höfuðáverka við Höfðatún í Reykjavík á laugardagsmorgun.

Enn liggur ekkert fyrir um það hvernig hann hlaut áverkana. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins hefur verið rætt við nokkra einstaklinga, s.s. vini og kunningja Össurar. Beinist rannsóknin m.a. að því að rekja för hans um nóttina örlagaríku. Engir sjónarvottar hafa hins vegar gefið sig fram. 

Um 70 manns komu saman í Ísafjarðarkirkju seinni partinn í gær til að biðja fyrir Össuri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert