Fjallað er um mál Íslendingsins Ágústs Magnússonar í sænska dagblaðinu Aftonbladet í dag. Ágúst, sem dæmdur hefur verið í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum drengjum, er á reynslulausn og fékk hann leyfi hjá Fangelsisstofnun til þess að stunda biblíunámi í Uppsölum. Þetta kemur fram á Vísi.
Þá kemur þar fram að til hafi staðið að Ágúst leigði herbergi á heimili fjölskyldu úr Livets Ord söfnuðinum en að fjölskyldan hafi ekki vitað af bakgrunni Ágústs þegar hún féllst á að leigja honum herbergi. Til standi að rifta þeim samningi.
Auk þess sem fjallað er um málið í Aftonbladet var fjallað um það á TV4 sjónvarpsstöðinni í gær.