Borgarbúar fái meira val og betri þjónustu

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Óskar Bergsson formaður borgarráðs gerðu …
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Óskar Bergsson formaður borgarráðs gerðu grein fyrir stefnu meirihluta borgarstjórnar á fundi í Valhöll í dag. Friðrik Tryggvason

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir borg­ar­stjóri seg­ir að fjár­mál séu aðal­verk­efni borg­ar­stjórn­ar þessa dag­ana.  Hún og Óskar Bergs­son formaður borg­ar­ráðs höfðu fram­sögu á há­deg­is­verðar­fundi í Val­höll í dag. Óskar stýr­ir hópi sem und­ir­býr aðgerðaáætl­un og er stefnt að því að kynna hana 1. októ­ber næst­kom­andi.

Hanna Birna sagði um fjár­mál borg­ar­inn­ar að nú þurfi að stíga á brems­una, nokkuð laust, til þess að ekki þurfi að kippa í hand­brems­una síðar. Hanna Birna sagði teikn um þreng­ing­ar í rekstri Reykja­vík­ur­borg­ar. Borg­ar­stjórn ætli að sýna ábyrga fjár­mála­stjórn án þess að grípa til niður­skurðar á grunnþjón­ustu eða upp­sagna starfs­fólks. 

Þá er verið að taka þjón­ust­una við borg­ar­búa til end­ur­skoðunar. Hanna Birna sagði að stund­um virðist sem þjón­usta borg­ar­inn­ar sé ekki veitt af einu heild­stæðu fyr­ir­tæki held­ur mörg­um aðskild­um deild­um. Stefnt er að því að inn­leiða öfl­ugra þjón­ustu­viðmót og greiðari sam­skipti borg­ar­anna við borg­ina.

Eins er stefnt að því að auka val borg­ar­búa á öll­um aldri hvað varðar þjón­ustu.  Hanna Birna upp­lýsti t.d. að menntaráð hafi samþykkt í morg­un að skóli í anda Hjalla­stefn­unn­ar komi til Reykja­vík­ur.

Borg­ar­stjór­inn lét afar vel af sam­starfi borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks og lofaði kyrrð í Ráðhúsi Reykja­vík­ur - a.m.k. næstu tvö ár.

Óskar Bergs­son formaður borg­ar­ráðs styr­ir starfi aðgerðahóps­ins sem und­ir­býr aðgerðaáætl­un. Sviðsstjór­ar borg­ar­inn­ar hafa verið með í ráðum og eins taka full­trú­ar minni­hlut­ans þátt í starfi hóps­ins. Óskar taldi að starfið í hópn­um myndi leiða til auk­ins sam­starfs hinna ýmsu sviða borg­ar­inn­ar og að það myndi skila sparnaði. Stefnt er að því að kynna aðgerðirn­ar 1. októ­ber næst­kom­andi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert