Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sjálfstæðisflokki, furðaði sig á því á Alþingi í gær að Vinstri græn birtu erindi úr bæklingum BSRB með nefndaráliti sínu, m.a. þar sem Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks VG, er jafnframt formaður BSRB.
Þingmenn VG sögðust aðspurðir hafa fengið heimild til að birta erindin og þótti skrítið að fundið væri að því að þingmenn nýttu sér önnur gögn til að skýra mál sitt. „Það er greinilegt að það kemur við kaunin á sjálfstæðismönnum þegar vitnað er til virtra fræðimanna sem ekki eru sammála þeim í niðurstöðum sínum á greiningu,“ sagði Álfheiður Ingadóttir.