Huga ætti að „núllstefnu“

Íslendingar ættu að huga að því að breyta umferðarlögum í þá átt að taka upp sömu „núllstefnu“ í áfengismálum og gert var í fíkniefnamálum með breytingu á lögunum í júní árið 2006. Ef ekki að taka upp núllstefnuna þá að lækka mörkin úr 0,5&perthou; í 0,2&perthou; – alla vega hjá ungu fólki.

Segja má að klausan hér að ofan hafi verið inntakið í niðurlagi erindis Holgers Torp, verkefnastjóra ökunáms hjá Umferðarstofu, á morgunfundi US og Lýðheilsustöðvar í gærmorgun. Holger studdi orð sín þeim rökum, að þrátt fyrir að umferðarlagabrotum hjá 17 og 18 ára ökumönnum hefði fækkað umtalsvert eftir að umferðarlögum var breytt og akstursbannið tekið upp, hefði fækkunin verið langminnst þegar kom að ölvunarakstri.

Lög um akstursbann og sérstök námskeið tóku gildi 27. apríl 2007. Lendi ökumaður í því að fá akstursbann fær hann ekki aftur prófið fyrr en hann hefur lokið sérstöku námskeiði og endurtekið ökuprófið.

Þegar litið er til sex mánaða tímabils áður en lögin tóku gildi, þ.e. 1. október 2006 til 31. mars 2007, og svo sömu mánaða eftir gildistöku kemur bersýnilega í ljós að árangur hefur náðst. Á fyrra tímabilinu voru 214 handhafar bráðabirgðaökuskírteinis sem fengu fjóra refsipunkta eða meira en aðeins 73 eftir að lögin tóku gildi. Handhafi bráðabirgðaskírteinis fer í akstursbann hljóti hann fjóra punkta. Jafngildir það 66% fækkun. Þá hafa um 55% færri nýliðar framið svo alvarleg umferðarlagabrot að þeir hafi sjálfkrafa farið í akstursbann.

Þegar hins vegar litið er til ölvunaraksturs er ekki það sama uppi á teningnum. Í þeim flokki fækkaði aðeins um 14 ökumenn eða 21%. Þetta er talið mega rekja til þess að um leið og ökunámi lýkur fara ungmennin að reyna að vega og meta hversu mikið þau geta drukkið áður en þau koma að 0,5&perthou; markinu. Refsimörkin gefi þannig misvísandi skilaboð út í samfélagið um að það sé í lagi að aka bifreið ef viðkomandi drekkur bara ekki of mikið. Raunar vekur einnig athygli, að af þeim konum sem sóttu sérstakt námskeið vegna akstursbanns voru 37% þar vegna ölvunaraksturs. Þó var aðeins um að ræða 200 unga ökumenn og þar af voru 80% karlmenn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert