Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar-stéttarfélags Þingeyinga, segist á vef félagsins í dag furða sig á þessum fréttum Útvarpsins um að alvarlegar þreifingar hafi átt sér stað á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna um leiðir til að leysa efnahagsvandann til langframa.
Aðalsteinn segist ekki kannast við að slíkar þreifingar hefðu átt sér stað og það sama megi segja um marga aðra forystumenn innan aðildarfélaga ASÍ en þeir komi af fjöllum þegar fréttin sé borin undir þá.
Útvarpið sagði, að að samstaða sé að myndast innan um að atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin, ríkisstjórnin, bankar og fleiri taki höndum saman til að hér náist jafnvægi í efnahagsmálum. Meðal tillagna Samtaka atvinnulífsins er að krónunni verði kastað, að núverandi kjarasamningar verði framlengdir óbreyttir og að laun hækki um 3,5%.