Margfalt stærri virkjun

 Hnútu­virkj­un í Hverf­is­fljóti hef­ur stækkað á teikni­borðinu úr 2,5 MW í allt að 15 MW virkj­un. Ástæðan er hár kostnaður við um­hverf­is­mat að sögn land­eig­enda, hjón­anna Ásdís­ar E. Sig­ur­jóns­dótt­ur og Ragn­ars Jóns­son­ar. Ljóst er að matið er jafn­dýrt hvort sem virkj­un­in er 1 MW eða 15.

Hjón­in höfðu áhyggj­ur af því að sú litla virkj­un sem ætl­un­in var að reisa myndi ekki standa und­ir kostnaði, sem færi aldrei und­ir 10-15 millj­ón­ir króna, hið minnsta, óháð stærð, en virkj­un­in gæti nýtt allt að 20 rúm­metra á sek­úndu.

„Þess vegna var ákveðið að skoða virkj­un­ar­mögu­leik­ana út í það ýtr­asta enda hefði stærri virkj­un litlu meira rask í för með sér,“ seg­ir Ragn­ar. „Með stærri virkj­un verður hluti ork­unn­ar ótrygg­ur, eða ein­fald­lega ekki til yfir vetr­ar­tím­ann, en miðað er við að raf­orkan fari út á landsnetið.“

Um­hverf­is­sam­tök kærðu í fyrra úr­sk­urð Skipu­lags­stofn­un­ar um að virkj­un­in þyrfti ekki í um­hverf­is­mat. Í kjöl­farið hnekkti um­hverf­is­ráðherra úr­sk­urðinum og er áætlað að matið liggi fyr­ir í árs­lok.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka