Umræður um víðtæka sátt á vinnumarkaði eru hafnar. Fram kom í fréttum Útvarpsins, að Samtök atvinnulífsins hafi að undanförnu kynnt forystu verkalýðsfélaganna hugmyndir um leiðir til að leysa efnahagsvandann til langframa. Meðal annars er lagt til, að tekinn verði upp erlendur gjaldmiðil.
Fram kom í fréttum Útvarpsins, að lagt er til að kjarasamningar verði endurskoðaðir á næstu vikum en ekki beðið fram í febrúar þegar kjarasamningar verða lausir í ljósi þess að forsendur þeirra eru þegar brostnar.
Fullyrt var að samstaða sé að myndast um að atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin, ríkisstjórnin, bankar og fleiri taki höndum saman til að koma í veg fyrir að hér fari allt í bál og brand.
Fram kom í útvarpsfréttum, að Samtök atvinnulífsins hafi að undanförnu rætt við forystumenn í verkalýðshreyfingunni um leiðir til að leysa vandann til langs tíma. Hafi þau kynnt í trúnaði 12 punkta plagg þar sem tíundaðar eru hugmyndir sem verði að taka á til að hér komist á jafnvægi í efnahagsmálunum.
M.a. er gert ráð fyrir að núgildandi kjarasamningar verði framlengdir óbreyttir og að laun hækki um 3,5% eins og samningarnir kveða á um.
Miðstjórn ASÍ kemur saman í dag þar sem
þessi mál verða rætt.