Samþykktar sjúkratryggingar

Alþingi hefur samþykkt umdeilt frumvarp um sjúkratryggingar.
Alþingi hefur samþykkt umdeilt frumvarp um sjúkratryggingar. mbl.is/Golli

Alþingi samþykkti sjúkratryggingafrumvarpið í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, sagði markmiðið vera að allir Íslendingar geti notið heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða og að samþykkt frumvarpsins myndi auðvelda það eilífðarverkefni. 

Þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði gegn meginatriðum frumvarpsins og telja að um dulbúna einkavæðingu sé að ræða. Breytingartillögur VG í níu liðum voru allar felldar.

Þingmenn Framsóknarflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslunni en Valgerður Sverrisdóttir sagði flokkinn ekki treysta sér til að taka ábyrgð á þessum grundvallarbreytingum og hvernig framkvæmdavaldið muni fara með framkvæmd laganna. Þingmenn annarra flokka samþykktu frumvarpið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert