Skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela snyrtivöru

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á áttræðisaldri í mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela hreinsimjólk úr verslun Hagkaupa í Kringlunni í maí á þessu ári. Heinsimjólkurflaskan, sem var af tegundinni Dr. Hauschka, kostaði 2403 krónur.

Fram kemur í dómnum, að konan stakk flöskunni í veski sitt og gekk með hana út úr versluninni án þess að greiða fyrir.

Konan játaði brot sitt og samþykkti að greiða Hagkaupum bætur. Hún hefur áður gerst sek um þjófnað og var árið 2006 dæmd til að greiða 10.000 króna sekt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert