Þingmannamál lúta lægra haldi

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Golli

Þingmenn eru ósáttir við hversu fá þingmannamál hljóta afgreiðslu. Þetta kom fram á Alþingi í dag en Katrín Jakobsdóttir, þingmaður VG, vakti athygli á því að á vel á annað hundrað þingmannamála munu ekki hljóta afgreiðslu áður en þingi er slitið í lok þessarar viku.

Það voru einkum stjórnarandstöðuþingmenn sem tóku undir með Katrínu og flokksbróðir hennar Árni Þór Sigurðsson sagði nýja þingmenn í öllum flokkum furða sig á því hversu mörg þingmannamál daga uppi. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfsæðisflokks, tók þó einnig undir gagnrýnina og áréttaði að Alþingi ætti að fara með löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið með framkvæmdavaldið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert