Verkfall hefst á miðnætti

mbl.is/Kristinn

Sáttafundi í kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins lauk nú um kl. 17. Í dag og í gær var farið yfir efnið allt án þess að niðurstaða næðist. Verkfall hefst því á miðnætti sem stendur í tvo sólarhinga.

Viðræðum hefur hins vegar ekki verið slitið og sáttasemjari hefur falið samningsaðilum hvorum um sig að fara yfir málið.  Nýr fundur er boðaður kl. 15 á föstudag.

Guðlaug Einarsdóttir, formaður stjórnar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að félagsfundur hafi verið boðaður kl. 20 í kvöld þar sem farið verði yfir stöðu mála. Aðspurð segir hún stöðuna óbreytta. „Það er ekkert að þokast,“ segir hún í samtali við mbl.is.

„Við tölum við okkar bakland í kvöld, og svo fáum við okkar ordrur þaðan. Því við vinnum algjörlega í umboði félagsmanna,“ segir Guðlaug.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert