„Blautir kossar bæjarstjóra“

Það er ekki rétt hjá Gunnari I. Birgissyni, bæjarstjóra í Kópavogi, að Íbúasamtök Kópavogs séu stofnuð af pólitískum ástæðum, segir Sigurður Þór Sigurðsson, formælandi samtakanna, í tilkynningu. „Reynt er að setja einnhverja atburðarás á svið sem ekki á sér stoð í raunveruleikanum,“ segir Sigurður.

„Bæjarstjórinn í Kópavogi hefur í viðtölum og skrifum sínum reynt eftir fremsta megni að finna allt það sem réttlætt geti þá hugmynd hans að Íbúasamtök Kópavogs séu stofnuð af pólistíkum ástæðum og vitnar til þess í "eigin heimildarmenn", hugmynd sinni til stuðnings.

Reynt er að setja einnhverja atburðarás á svið sem ekki á sér stoð í raunveruleikanum og það verður að segja hér að "heimildarmenn" bæjarstjóra greina hér rangt frá.“

„Í öllum auglýsingum Kópavogsbæjar má lesa hvar hægt er að fá kynningargögn, þá hjá bæjarskipulaginu eða á smekklegum vef bæjarins. Það sem kynnt var á opnum íbúafundi þann 28.september í Lindaskóla var fegnið af vef bæjarins, milliliðalaust. Þetta geta allir gert og er auðvelt í framkvæmd og gott í því upplýsingasamfélagi sem við búum í. Reyndar gerði ég mér ferð til bæjarskipulagsins í vikunni áður en haldinn var fyrsti fundur. Þar ræddi ég við Birgi H. Sigurðsson sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, ljúfan einstakling sem var svo ágætur að láta mig fá kort af deiliskipulagi Linda IV. og fyrirhuguðum breytingum á því.

Í kjölfarið á vel sóttum fyrri fundi var tekin sú ákvörðun að stofna íbúasamtök í Lindahverfis og boðað var til annars fundar. Stofnfundurinn var vel sóttur og tókst í alla staði mjög vel. Skipulag þess fundar var í höndum undirritaðs og engin samráð voru höfð við stjórnmálamenn hér í Kópavogi. Ekki skal ég dæma um hvort bæjaryfirvöld hefðu átt að koma á stofnfund íbúasamtakanna en mig grunar að þau hafi átt þar "heimildarmenn" enda samtökin opin öllum íbúum Lindahverfis óháð skoðun manna á stjórnmálum.“

„Allar ályktanir fyrri fundar voru sendar til bæjaryfirvalda og vitnar eftirfarandi fundargerð um það:

"j)        0809053 – Frá íbúum Lindahverfis, dags. 3/9, ósk um að framlengja athugasemdafrest vegna aðalskipulags Glaðheimasvæðis. Lagt fram.  Bæjarráð vekur athygli á að skipulagsnefnd hefur þegar framlengt frest til að skila athugasemdum." Heimild:http://eldri.kopavogur.is/meetings_view.asp?id=1145132301

Ályktanir seinni fundar voru sendar til bæjarráðs og skipulagsnefndar og mótteknar í gær, 10. september 2008, af Kópavogsbæ.

Gott er að lesa að til standi aðsenda út bækling til okkar íbúanna sem eru að reyna að skilja bæjaryfirvöld. Betra er seint en aldrei og þessi jákvæðu viðbrögð hefðu ef til vill ekki litið dagsins ljós ef ég einn hefði óskað eftir slíkri bæklingagerð. Þetta framtak er bæjaryfirvöldum til sóma þó fyrr hefði verið og stillir þá tóna sem vænta má frá bæjaryfirvöldum í framtíðinni.

Blautir kossar bæjarstjórans rata því hvorki á hægri né vinstri kinn þegar hann beitir flokkadráttum til að finna fé sitt. Í þeirri stóru rétt sem bjæjaryfirvöld í Kópavogi hafa búið til og kynnt okkur íbúum eru engir flokkadrættir í gangi. Hólfin í réttinni taka hins vegar ekki endalaust við án þess að hafa áhrif á alla þá sem eru þar fyrir, sem þá finnst að sér þrengt eða hvað? Dæmi um hólf í þessari þröngu rétt eru hugmyndir sem settar eru fram um aðal-og deiliskipulag á Glaðheimasvæði og Skógarlind Lindir IV.

Að bjóða mér einum til kynningar, skrafs eða ráðagerða hjá bæjaryfirvöldum, daginn eftir fyrri fund í Lindaskóla og túlka þá afstöðu mína að rétt væri að bíða aðeins lengur til þess að fleiri kæmu með á þann fund sem einhverja höfnun við skipulagsyfirvöld er skrítinn túlkun bæjaryfirvalda en hentar eflaust nú. Ég og fleiri við hlökkum til að fá sem flestar og góðar upplýsingar frá bæjaryfirvöldum og eigum ekki von á öðru en að á okkur verði hlustað enda viljum við vel til vina þó að ekki séu allir viðhlægjendur vinir þegar á reynir.

Máttur samtaka er mikill og segja má að Íbúasamtök Lindahverfis hafi þegar sannað gildi sitt. Betur sjá augu en auga. Á tveimur fundum sem haldnir hafa verið í Lindaskóla hafa íbúar Lindahverfis ályktað mjög skýrt og áskoranir verið einróma samþykktar. Markmiðið er enn og aftur: Upplýst umræða íbúa Lindahverfis án flokkadrátta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert