Enn varð bilun í spenni

Spennar í Sultartanga hafa ítrekað bilað á síðustu misserum.
Spennar í Sultartanga hafa ítrekað bilað á síðustu misserum.

Sérfræðingar telja víst, að bilun, sem varð þegar Sultartangavirkjun var gangsett á mánudagskvöld, megi rekja til annars af spennum virkjunarinnar. Er því ljóst, að engin raforkuframleiðsla verður í stöðinni á næstunni.

Á næstu dögum verður spennirinn skoðaður og ákvörðun tekin um hvernig staðið verður að viðgerð.

Eins og kunnugt er urðu bilanir á báðum vélaspennum í Sultartangastöð í lok síðasta árs. Stöðin hefur einungis verið samtals fimm mánuði í rekstri síðan og þá með hálfum afköstum. Reynt hefur verið að gera við báða spennana og hafa sérfræðingar framleiðandans komið til landsins og séð um þær viðgerðir með aðstoð starfsmanna Landsvirkjunar.

Þar sem mjög góð vatnsstaða er í lónum Landsvirkjunar nú á þessu hausti er gert ráð fyrir óverulegri, en þó einhverri skerðingu á afhendingu til viðskiptavina af þessum sökum í vetur, segir í frétt frá Landsvirkjun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert