Fimm börn í nótt

Þorkell Þorkelsson

Fimm börn komu í heiminn á fæðingadeild Landspítalans í Reykjavík í nótt, og gekk allt að óskum þrátt fyrir verkfall ljósmæðra, sem hófst í gærkvöldi. Undanþága var fengin fyrir þrjár ljósmæður til viðbótar þeim fjórum sem voru á vaktinni.

Samkvæmt upplýsingum á fæðingadeildinni er „nóttin ekki búin,“ og von á fleiri börnum á næstu klukkutímum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert