Ósamið við Impregilo

Impregilo fer fram á ríflega 1,2 milljarða króna greiðslu frá ríkinu vegna oftekinna skatta, að viðbættum vöxtum og málskostnaði. Þetta kom fram í svari Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar á Alþingi í gær. Árni sagði ekki hafa verið samið um greiðslu til Impregilo vegna ágreinings um kröfuna og að skuld ríkisins kynni að vera óveruleg eða lítil sem engin. Steingrímur sagði ríkið hins vegar taka mikla áhættu með því að slá þessu á frest.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert