Eimskipafélag Íslands er að hefja strandsiglingar á Vestfirði að nýju eftir margra ára hlé. Fyrsta skipið kemur til hafnar á Ísafirði á laugardaginn, að því er kemur fram á fréttavefnum Skutli. Um er að ræða tilraunaverkefni til næstu áramóta.
Vefurinn hefur eftir Hafþór Halldórssyni, rekstrarstjóra Eimskips á Ísafirði, að þetta hafa verið lengi í undirbúningi í tengslum við klasaverkefnið í sjávarútvegi.
Hann segist vona að sem flestir geti nýtt sér strandsiglingarnar en ætlunin er að nota Ameríkuskipin tvisvar í mánuði, þegar þau koma til Reykjavíkur og þurfa að bíða nokkra daga áður en þau fara út aftur.
Það verða Reykjafoss og Celia sem
munu sigla á Vestfirði frá Reykjavík. Þau sigla síðan á ný til Reykjavíkur og þaðan áfram til Ameríku eða Evrópu.