Uppgjör Óla Björns við Sjálfstæðisflokkinn

Nýjasta hefti Þjóðmála
Nýjasta hefti Þjóðmála

Óli Björn Kára­son tel­ur Sjálf­stæðis­flokk­inn glíma við innri og ytri vanda sem geti ógnað stöðu hans sem stærsta og áhrifa­mesta stjórn­mála­afl lands­ins. Þetta kem­ur fram í upp­gjöri Óla Björns við flokk­inn í nýj­asta hefti Þjóðmála. Útgáfa Þjóðmála hófst haustið 2005 og kem­ur ritið út fjór­um sinn­um á ári, vet­ur, sum­ar, vor og haust.

Gunn­ar Rögn­valds­son skrif­ar um frelsið í faðmi ESB og evru og minn­ir á að efna­hags­leg­ur ávinn­ing­ur af evruaðild yrði nær eng­inn, enda rík­ir stöðnun í evru­lönd­um sem drag­ast sí­fellt meira aft­ur úr Banda­ríkj­un­um.

Vil­hjálm­ur Eyþórs­son fjall­ar um nýja ógn sem steðjar að Vest­ur­lönd­um, „flat­hyggj­una“, en í henni felst að leggja allt að jöfnu í nafni lýðræðis og mann­rétt­inda.

Þá er fjallað ít­ar­lega um árás­irn­ar á Varið land á sín­um tíma og meiðyrðamál­in sem af þeim hlut­ust í sam­tali við Þor­stein Sæ­munds­son, að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert