Uppgjör Óla Björns við Sjálfstæðisflokkinn

Nýjasta hefti Þjóðmála
Nýjasta hefti Þjóðmála

Óli Björn Kárason telur Sjálfstæðisflokkinn glíma við innri og ytri vanda sem geti ógnað stöðu hans sem stærsta og áhrifamesta stjórnmálaafl landsins. Þetta kemur fram í uppgjöri Óla Björns við flokkinn í nýjasta hefti Þjóðmála. Útgáfa Þjóðmála hófst haustið 2005 og kemur ritið út fjórum sinnum á ári, vetur, sumar, vor og haust.

Gunnar Rögnvaldsson skrifar um frelsið í faðmi ESB og evru og minnir á að efnahagslegur ávinningur af evruaðild yrði nær enginn, enda ríkir stöðnun í evrulöndum sem dragast sífellt meira aftur úr Bandaríkjunum.

Vilhjálmur Eyþórsson fjallar um nýja ógn sem steðjar að Vesturlöndum, „flathyggjuna“, en í henni felst að leggja allt að jöfnu í nafni lýðræðis og mannréttinda.

Þá er fjallað ítarlega um árásirnar á Varið land á sínum tíma og meiðyrðamálin sem af þeim hlutust í samtali við Þorstein Sæmundsson, að því er segir í fréttatilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka