Á að leyfa staðgöngumæðrun?

Mik­il­vægt er að umræða um staðgöngu­mæðrun eigi sér stað á Alþingi og í sam­fé­lag­inu. Þetta sagði Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, á Alþingi í dag og óskaði svara frá heil­brigðisráðherra um hvort ein­hver vinna sé haf­in við að skoða hvort leyfa eigi staðgöngu­mæðrun. Lagði hún áherslu á að skoða þyrfti málið út frá laga­legu, siðferðilegu og lækn­is­fræðilegu sjón­ar­miði.
Guðlaug­ur Þór Þórðar­son tók und­ir með Ragn­heiði um að ekki væri hjá því kom­ist að skoða þetta mál og bætti við að kirkj­an myndi einnig að koma að þeirri umræðu. Ætti að leyfa staðgöngu­mæðrun þyrfti al­menn sátt að ríkja um hana.
Staðgöngu­mæðrun er þegar kona geng­ur með barn pars, annað hvort af greiðasemi eða gegn greiðslu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka