Flugmaðurinn slapp óskaddaður

Flugmaður lítillar eins hreyfils flugvélar fipaðist í aðflugi að Egilsstaðaflugvelli í kvöld og lenti á túni um 500 - 700 metra frá flugbrautinni. Flugmaðurinn var einn um borð og meiddist ekki við atvikið. Flugvélin skemmdist hins vegar nokkuð, að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum.

Flugmaðurinn er útlendur karlmaður á miðjum aldri og flugvélin skráð í útlöndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka