Hætta vegna launa og álags

mbl.is

Algengasta ástæðan fyrir því að lögreglumanna sóttu um leyfi eða létu af störfum á árunum 2002-2007 var léleg laun. Í símakönnun sögðu 18,7% þeirra sem svöruðu að launin væri ástæðan fyrir því að þeir óskuðu eftir leyfi eða sögðu upp störfum og 16% nefndu álag í starfi. 4% svaranda sögðu að ástæðan væri einelti/kynferðisleg áreitni. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu ríkislögreglustjóra.

Könnun var framkvæmd af embætti ríkislögreglustjóra í samvinnu við Miðlun ehf. í apríl sl.

Á tímabilinu fengu 202 lögreglumenn leyfi eða lausn frá starfi, þar af 130 af eigin ósk og uppfylltu þeir þar með kröfur könnunarinnar. Karlar voru 107 í þessum hópi og konur 23. Könnunin var gerð í apríl 2008 og náðist samband við 86 þátttakendur (66,1%) og 75 þeirra svöruðu.

Eins og fyrr segir var laun algengasta ástæðan (18,7%). Vinnutími/vinnuálag/þreyta var næst algengasta ástæðan (16%). 11% sögðust vilja breyta til, 8% nefndu samskipti við yfirmenn og jafnhátt hlutfall svarenda nefndi sameiningu lögregluembættanna. 5% svarenda fékk eða vildi annað starf og jafnhátt hlutfall fór eða langaði í nám. 4% nefndu einelti/kynferðislega áreitni og jafnmargir óánægju með yfirstjórn. Fimmtungur nefndi annað, s.s. búferlaflutninga, veikindi, nám sambýlisfólks, starfsþróun væri ekki nægjanleg eða sveigjanleiki of lítill.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert