Metnaður minnkar með sameiningu

„Metnaður staðarins minnkar með sameiningu. Allt færist á færri hendur, fjær íbúunum,“ segir Albert Ó. Geirsson, fyrrverandi útgerðarmaður og sveitarstjóri Stöðvarhrepps í sjö ár. Hann telur að hagsmunir Stöðvarfjarðar séu fyrir borð bornir í sameiginlegu sveitarfélagi, Fjarðabyggð.

„Ástandið á Stöðvarfirði er þannig að hér er nánast engin vinna lengur, nema í skólanum og leikskólanum. Samherji notaði sér álverið til að smjúga í burtu, án þess að nokkur tæki eftir því,“ segir Albert. Hann segir að eina eiginlega atvinnulífið sé útgerð á einum smábát. Þá sé rafvirkjafyrirtæki skráð á staðnum. Flestir sæki vinnu annað, meðal annars í álverið. Albert telur það þó heldur önugt að sækja vinnu til Reyðarfjarðar. Með ferðatímanum í rútunni taki hver vakt í álverinu fjórtán og hálfan tíma. Það sé of mikið fyrir flesta.

Hann segir að forystumenn í hinum sameinuðu sveitarfélögum hafi lofað því að gera eitthvað í atvinnumálunum, fyrst við sameiningu í Austurbyggð og síðan við sameiningu í Fjarðabyggð. Ekkert hafi gerst. Yfirvöld segi að þeim komi þetta ekkert við þar sem næga vinnu sé að hafa í Fjarðabyggð. „Mannlífið hverfur með atvinnulífinu. Hér er skelfilega dauft,“ segir Albert.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka