Óvíst hvenær úttekt á nagladekkjum lýkur

Ekki er langt þar til nagladekkjatímabilið hefst.
Ekki er langt þar til nagladekkjatímabilið hefst. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki er ljóst hvort hagræn rann­sókn á sam­fé­lags­leg­um kostnaði af notk­un nagla­dekkja í Reykja­vík ligg­ur fyr­ir áður en nagla­dekkja­tím­inn renn­ur í garð í haust. Úttekt­in hef­ur taf­ist af ýms­um ástæðum. 

Full­trú­ar minni­hluta­flokk­anna í uim­hverf­is- og sam­gönguráði Reykja­vík­ur spurðust fyr­ir um út­tek­ina ný­lega. Í skrif­legri fyr­ir­spurn segja þeir, að  frá því Sjálf­stæðis­flokk­ur myndaði meiri­hluta með Ólafi F Magnús­syni hafi full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í ráðinu ít­rekað spurt hvað líði vinnu við  rann­sókn­in  en fengið dræm svör.

Samþykkt var að ráðast í þessa rann­sókn þegar Tjarn­arkvart­ett­inn svo­nefndi var í meiri­hluta í borg­ar­stjórn svo hægt væri að sjá bein­an og óbein­an kostnað af völd­um nagla­dekkja  en nagla­dekkja­notk­un stærsti ein­staki þátt­ur­inn í svifryks­meng­un í borg­inni.

Í svari, sem lagt var fram á fundi um­hverf­is- og sam­gönguráðs í vik­unni seg­ir, að  í þess­ari viku verði fram­hald á fund­um með Hag­fræðistofn­un Há­skóla Íslands um verk­efnið. 

Verk­efnið hafi taf­ist fyrst vegna anna við gerð fjár­hags­áætl­un­ar árs­ins 2008 og gerð þriggja ára áætl­un­ar, flutn­inga sviðsins í nýtt hús­næði og þess, að Hag­fræðistofn­un var bund­in við önn­ur verk­efni. Málið var tekið upp að nýju á vor­dög­um og óskaði Hag­fræðistofn­un þá eft­ir því, að vinn­an hæf­ist að lokn­um sum­ar­leyf­um í lok ág­úst. 

Þráður­inn var tek­inn upp að nýju í lok ág­úst og verður vinna Hag­fræðistofn­un­ar og hugs­an­lega fleiri aðila þá kort­lögð. Í svar­inu seg­ir, að þegar þessu sé lokið verði hægt að segja fyr­ir um verklok.  Því sé ekki hægt að segja nú hvort út­tekt­in verði til­bú­in áður en tími nagla­dekkja renn­ur í garð í haust.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert