Ríkið í samkeppni

Það er ekki í lagi að árið 2008 hefji ríkið grímulausa samkeppni við einkafyrirtæki. Þetta kom fram í máli Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í dag en hann var ósáttur við að Íslandspóstur sé að undirbúa frekari markaðssókn og ætli sér í samkeppni í flutningum.

Kristján L. Möller, samgönguráðherra, sagði hins vegar að frá upphafi hefði pósturinn flutt böggla og bréf og það væri því engin breyting þar á. Nú væri einvörðungu verið að gera pósthúsin nútímalegri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert