Stjórnvöld grípi til aðgerða í atvinnumálum

Miðstjórn Samiðnar, sem sat á fundi á Ísafirði í gær og dag, skorar í ályktun á stjórnvöld að grípa nú þegar til aðgerða til að koma í veg fyrir fyrirsjáanlegt  atvinnuleysi á næstu misserum.

Í því sambandi sé mikilvægt að verklegum framkvæmdum á vegum hins opinbera verði flýtt næstu tvö árin, svo sem viðhaldi opinberra bygginga og uppbyggingu samgöngumannvirkja. 

Í ályktun um efnahagsmál skorar miðstjórnin á alla aðila,  að ganga hreint til verks og taka efnahagsmálin úr þeirri herkví sem þau hafi verið í undangengin misseri,   ekki síst umræðuna um stöðu krónunnar og ábyrgð banka og fjármálastofnana. Ekki verði séð að hægt sé að skapa stöðugleika í íslensku efnahagslífi nema til  komi  stöðugleiki í gengismálum.  

Samiðn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert