Bærinn auglýsir ekki í bæjarblaðinu

Bæjarstjórn Grindavíkur.
Bæjarstjórn Grindavíkur.

Grindavík | Bæjarstjórinn í Grindavík hefur hafnað því að auglýsa í bæjarblaðinu Góðan daginn Grindvíkingur. Ástæðan er umfjöllun blaðsins um meirihlutaslitin í sumar.

Samfylkingin sleit meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórn Grindavíkur og tók upp samstarf við Framsóknarflokkinn. Fjallað var um málið í Góðan daginn, Grindvíkingur í byrjun ágúst. M.a. var birt viðtal við Sigmar Eðvarðsson, oddvita sjálfstæðismanna.

Gagnrýni á blaðið hefur komið fram í fréttabréfum Samfylkingarfélags Grindavíkurlistans og Framsóknarflokksins. Í framhaldinu var málið rætt á fundi fulltrúa meirihlutans og ákveðið að hafa ekki samstarf við blaðið að sinni.

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir bæjarstjóri segist hafa litið svo á að bæjarblaðið ætti að vera fyrir alla bæjarbúa. Umrætt blað sé á allt annan veg, það sé pólitískt litað og ekki til þess fallið að skapa trúnað við aðra flokka eða samvinnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert