Bjartsýnir eða vitlausir

Unnið að stækkun fiskvinnslunar Litlalóns í Ólfsvík.
Unnið að stækkun fiskvinnslunar Litlalóns í Ólfsvík. mbl.is/Alfons

 Þrátt fyrir niðurskurð í kvóta og fækkun starfsfólks víða í fiskvinnslu á Íslandi og að sum sjávarútvegsfyrirtæki hafi jafnvel lokað fiskvinnsluhúsum eru eigendur Litlalóns ehf. í Ólafsvík að stækka fiskvinnsluna sína um 575 fermetra en fiskvinnsluhúsnæðið er í dag 250 fermetrar.

Litlalón er fjölskyldufyrirtæki og gerir út bátinn Egill SH. Jens Brynjólfsson, einn af eigendum Litlalóns, segir í samtali við Morgunblaðið að í nóvember á síðasta ári hafi fyrirtækið tekið í notkun gamalt fiskvinnsluhús í Ólafsvík til þess að verka afla Egils SH en strax hafi þeir sprengt húnæðið utan af sér og því hafi fyrirtækið ákveðið að fara út í þessa stækkun. Jónas Kristófersson er byggingarstjóri og Loftorka sér um að reisa einingarnar.

Jens segir ennfremur að allur þorskur af Agli SH fari í verkun í fiskvinnsluhúsinu. „Við höfum líka keypt á fiskmarkaðinum og við seljum saltfiskinn í gegnum fyrirtækið Bacco.“

„Við höfum gert tilraunir með að senda skarkola til Spánar með flugi og hefur sú tilraun lofað góðu en verðið á fiskmarkaðinum hér heima fyrir kolann er ekki hátt sem stendur í kringum 150 til 160 krónur á kílóið en það þyrfti helst að vera um 200 krónurnar,“ bætir Jens við.

Jens segir  að áætlað sé að viðbyggingin verði tekin í notkun fyrir áramót og sé á áætlun að bæta við mannskap í vinnsluna. Kostnaðaráætlun við bygginguna sé um 80 milljónir. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn á framtíðina í íslenskum sjávarútvegi, nema við séum svona vitlaus,“ segir Jens og skellihlær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert