Goldfinger má bjóða upp á nektardans

mbl.is/Ómar

Bæj­ar­ráð Kópa­vogs veitti á fimmtu­dag Gold­fin­ger já­kvæða um­sögn. Því get­ur veit­ingastaður­inn end­ur­nýjað rekstr­ar­leyfi sitt og boðið upp á nekt­ar­dans í bæn­um.

Sýslumaður­inn í Kópa­vogi verður að gefa út leyfið en hann get­ur ekki synjað Gold­fin­ger um það þar sem all­ir um­sagnaraðilar hafa skilað já­kvæðri um­sögn. Meiri­hluti bæj­ar­ráðs samþykkti um­sögn­ina, en minni­hlut­inn greiddi at­kvæði á móti.

Guðríður Arn­ar­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir að minni­hlut­inn hafi viljað láta reyna á hvort hægt væri að synja staðnum um leyfi. „Það kem­ur fram í lög­um um veit­ingastaði að sveit­ar­stjórn­ir eru líka um­sagnaraðilar. Ef það er póli­tísk ákvörðun sveit­ar­stjórn­ar Kópa­vogs að inn­an bæj­ar­mark­anna fari ekki fram nekt­ar­dans þá finnst mér mjög eðli­legt að sveit­ar­stjórn geti lagst gegn því. Við vild­um láta reyna á það, hafna leyf­inu og sjá síðan hvert fram­haldið yrði. Það er hrein­lega með ólík­ind­um að það skuli standa í lög­um að nekt­ar­dans sé bannaður, en svo þegar á reyn­ir þá er ekki hægt að koma í veg fyr­ir hann.“

Ekk­ert eft­ir nema að gefa út leyfið

Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur veitti ný­verið tveim­ur stöðum, Óðali og Vegas, heim­ild til að bjóða upp á nekt­ar­dans.

Sú ákvörðun var, líkt og ákvörðun bæj­ar­ráðs Kópa­vog­ar, byggð á úr­sk­urði dóms­málaráðuneyt­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert