Hælisleitandi mótmælir

Rahmanian situr í mótmælaskini.
Rahmanian situr í mótmælaskini. mbl.is/Einar

Hælisleitandinn Farzad Rahmanian, frá Íran, hefur setið fyrir utan
lögreglustöðina í Reykjanesbæ í mótmælaskyni í rúman sólarhring. Hann varð eftir við stöðina í gær er fjöldi annarra mótmælenda sýndu andúð sína á aðferðum lögreglunnar við húsleit.

„Við settum þetta upp svo það yrði ekki keyrt á hann, því það munaði nú litlu," sagði varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum er hann var inntur eftir útskýringu á umferðarkeilunni sem sést á myndinni.

Lögreglan bauð Rahmanina mat í gær en hann þáði ekki og hefur ekki talað við lögreglumennina.

„Hann situr bara þarna og talar öðru hvoru í símann," sagði varðstjóri.

Rahmanian sagði Fréttastofu Útvarpsins að hann færi fram á að fá aftur peninga, um 200 þúsund sem teknir voru af honum í húsleit. Hann hefur ekki neytt matar í tvo daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka