Hnuplað fyrir mörg hundruð þúsund í Smáralind

Ráðist var á starfsmann verslunar í Smáralind.
Ráðist var á starfsmann verslunar í Smáralind. mbl.is/Valdís Thor

Þrír menn á þrítugsaldri höfðu samantekin ráð um að láta greipar sópa um herrafataverslun í Smáralind í Kópavogi í gær. Þeir voru staðnir að verki af einum starfsmanna og kom þá í ljós þýfi upp á 200 þúsund krónur.

„Þeir voru með búnað til að varna því að öryggiskerfi færi í gang," sagði starfsmaðurinn sem af öryggisástæðum vill ekki láta nafns síns getið.

Einn mannanna náðist en á skrifstofu öryggisvarða réðist hann í tvígang á starfsmann verslunarinnar með skærum og reyndi einnig að stinga hann með penna að vopni.

„Það hverfa vörur úr versluninni fyrir hundruð þúsunda í hverjum mánuði," sagði verslunarmaðurinn sem sagði í samtali við mbl.is að grunur hefði vaknað um starfsemi þremenninganna í síðustu viku og því hefði hann haft vakandi auga með þeim er hann sá þá í versluninni í gær.

Starfsmaðurinn íhugar að kæra líkamsárás. „Maður er hvumpinn eftir þetta," sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka