Rætt verði um leg að láni

Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Ragnheiður Elín Árnadóttir.

Settur verður á laggirnar hópur til að skoða hvort leyfa eigi staðgöngumæðrun hér á landi. Þetta kom fram í svari Guðlaugs Þ. Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, Sjálfstæðisflokki, á Alþingi í gær.

Ragnheiður og Guðlaugur voru sammála um að koma þyrfti af stað umræðu og að hún þyrfti að taka mið af læknisfræðilegum, siðferðilegum og lögfræðilegum álitaefnum. Þá taldi Guðlaugur almenning og kirkjuna einnig eiga að koma að umræðunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert