Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á fundi í Valhöll í dag, að verið sé að reyna að finna leið þessa dagana svo næsta sumar verði hægt að fara í rannsóknarboranir vegna orkuöflunar fyrir álver á Bakka við Húsavík.
„Ég vona svo sannarlega að það verði hægt að leysa það mál svo viðunandi sé," sagði Geir.
Hann sagði að mikil pólitísk samstaða væri fyrir norðan um að ráðast í álverið á Bakka. Ætlum við að bregða fæti fyrir að Húsvíkingar og aðrir á þessu svæði nýti auðlindirnar fyrir norðan?" spurði Geir.