Steingrímur talaði lengst

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar

Haustþingi lauk í gær og þar með lauk 135. lög­gjaf­arþingi þjóðar­inn­ar, sem staðið hef­ur frá 1. októ­ber í fyrra. Þing­fund­ir voru 123 og stóðu í 606 klukku­stund­ir alls.

Ókrýnd­ur ræðukóng­ur 135. lög­gjaf­arþings­ins var Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður Vinstri grænna. Hann kom 413 sinn­um í pontu og flutti ræður eða gerði at­huga­semd­ir. Stein­grím­ur talaði alls í 1970 mín­út­ur, eða í tæp­ar 33 klst.

Þing­menn Vinstri grænna eru dug­leg­ast­ir að tala í þing­inu.

Her­dís Þórðardótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, talaði minnst allra þing­manna. Hún kom 12 sinn­um í ræðustól og talaði í 28 mín­út­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert