Til Taílands á sjúkrahús

Eitt hundrað og sex íslenskir sjúklingar fengu í fyrra meðferð á tveimur sjúkrahúsum í Taílandi. Ef þeim er eins farið og öðrum Norðurlandabúum hafa um 60% þeirra verið ferðamenn, sem lentu í óhöppum, en 40%, eða alls 43 einstaklingar, farið gagngert til Taílands að leita sér lækninga.

Taílendingar leggja mikla áherslu á að byggja upp svokallaða lækningaferðamennsku. Þar í landi eru 333 einkareknir spítalar, sem sækjast eftir sjúklingum frá fjarlægum löndum. Styrkur þeirra er að bjóða upp á aðgerðir á hátæknisjúkrahúsum fyrir hluta þess kostnaðar sem slíkar aðgerðir kosta á Vesturlöndum. 
 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka