Fær þitt fyrirtæki jafnlaunavottun?

Ein af þeim aðferðum sem koma til greina við að berjast gegn kynbundnum launamun er að taka upp sérstaka jafnlaunavottun, en það felur í sér opinbera viðurkenningu á því að þar sé starfsfólki ekki mismunað í launum á grundvelli kynferðis. Þrjár nefndir eru starfandi á vegum stjórnvalda sem vinna að tillögum gegn kynbundnum launamun. Fyrsta nefndin mun skila tillögum í byrjun næsta mánaðar.

Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar er að finna sérstakan kafla um jafnréttismál þar sem segir að minnka skuli kynbundinn launamun „um helming fyrir lok kjörtímabilsins“. Ennfremur segir að endurmeta skuli „sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta.“

Til að vinna að þessu markmiði voru fyrir ári skipaðar þrjá nefndir. Ein á að skoða sérstaklega einkamarkaðinn, önnur skoðar opinbera vinnumarkaðinn og þriðja nefndin er ráðgjafahópur sem ætlað er að vera ráðherra til ráðgjafar um hvernig megi hrinda í framkvæmd þeim markmiðum sem er að finna í stefnuyfirlýsingunni um jafnréttismál.

Ein þeirra hugmyndin sem til umræðu er felst í því að komið verði á fót launavottunen sú hugmynd hefur verið til umræðu um nokkurt skeið.

Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir að hugmyndir um launavottun séu spennandi. Þær hafi hvergi verið reyndar áður, en rætt hafi verið um að Staðlaráð byggi til staðla sem hægt væri að miða við. Þessi vinna sé ekki hafin, en fyrsta skrefið sé að nefndir skili áliti. Kristín segir að þó að þessi vinna sé hafin sé langt í land. Það megi heldur ekki gleyma því að við gerð kjarasamninga hafi menn haft tækifæri til að gera breytingar á launum kvennastétta. Þetta tækifæri hafi ekki verið nýtt í síðustu samningum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert