Grænland vinsæll áfangastaður

Stöðugur vöxt­ur virðist vera í Græn­lands­flugi um þess­ar mund­ir. Flug­fé­lag Íslands bætti ný­verið við sig fimmta áfangastaðnum á Græn­landi og flýg­ur nú til allra lands­fjórðunga.

Áður var flogið til Kul­usuk, Narsassu­aq, Nuuk og Consta­ble Po­int. Við bæt­ist hins veg­ar Ilu­lissat, sem er einn vin­sæl­asti ferðamannastaður á Græn­landi. Í til­kynn­ingu frá flug­fé­lag­inu seg­ir að á fáum stöðum þyki jafn­mik­il­feng­legt að skoða jök­ul brotna í sjó fram. Um 4.500 manns búa við Diskoflóa og er fjörður­inn á heims­minjalista UNESCO.

Að sögn Inga Þórs Guðmunds­son­ar, for­stöðumanns sölu- og markaðssviðs Flug­fé­lags Íslands, er ætl­un­in að fljúga til Ilu­lissat í tvo mánuði á ári, júlí og ág­úst. Flogið verður á DASH-8 flug­vél frá Kefla­vík tvisvar í viku. Þess­ir mánuðir eru hápunkt­ur ferðamanna­tím­ans og ferðast um 35.000 manns þangað á þeim tíma að öllu jöfnu. Íslands­flug ætl­ar sér hluta af þeirri köku og stefn­ir á að bjóða upp á 1.000 sæti þangað á næsta ári. Ingi Þór seg­ir flesta þá, sem fara til Ilu­lissat, vera Evr­ópu­búa en einnig fjölgi ferðalöng­um frá Am­er­íku og Asíu.

Jafn­framt þessu verður ferðum til Nuuk fjölgað úr þrem­ur í fjór­ar á viku. Frá Kefla­vík verður því yfir há­sum­arið flogið sex sinn­um í viku til vest­ur­strand­ar Græn­lands.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert