Talið er hugsanlegt að upp hafi komist um mansalsmál hér á landi í aðgerð lögreglu í Reykjanesbæ á fimmtudag. Fram kom í fréttum Útvarpsins í dag að málið tengist kínverskri konu sem þar hefur dvalist og kínverskum karlmanni sem hafi verið stöðvaður á Keflavíkurflugvelli með vegabréf sem talið sé að hafi verið ætlað konunni.
Samkvæmt því sem fram kom í fréttum Útvarpsins telur lögregla að til hafi staðið að konan greiddi glæpaklíku hluta af launum sínum, hefði hún fengið hæli hér á landi.
Málið er í rannsókn og fást ekki frekari upplýsingar um það sem stendur.