Álverið fær starfsleyfi

Unnið við steypuvinnu í Helguvík fyrir helgi.
Unnið við steypuvinnu í Helguvík fyrir helgi.

Álver Norðuráls í Helguvík hefur fengið starfsleyfi hjá Umhverfisstofnun og verður því heimilt að framleiða allt að 250.000 tonn af áli árlega.

Þau nýmæli eru í starfsleyfinu, að í því er kveðið á um losun flúorkolefna á fyrstu rekstrarárunum en í fyrri leyfum giltu slík ákvæði aðeins frá fjórða starfsári. Nú skal losunin á fyrstu þremur árum hvers áfanga vera innan við 0,20 tonn af koldíoxíðgildum á framleitt tonn og er þá átt við meðaltal þriggja ára. Hámarkslosun fyrstu þriggja ára fyrsta áfanga skal þó vera 0,28 tonn á framleitt tonn að meðaltali. Frá og með fjórða framleiðsluári hvers áfanga skal losunin vera innan við 0,14 tonn af koldíoxíðgildum á framleitt tonn að meðaltali. Þá má nefna að Umhverfisstofnun minnkaði þynningarsvæðið frá fyrirliggjandi tillögu.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar um starfsleyfið er unnt að kæra til fullnaðarúrskurðar umhverfisráðherra innan tveggja vikna frá ákvörðun Umhverfisstofnunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert