Björgunarlið í stað lögreglu?

Lilja Magnúsdóttir frá Tálknafirði, ritari stjórnar Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hefur velt því upp í stjórn samtakanna hvort sameining lögregluumdæma hafi valdið því að björgunarsveitir séu oftar kallaðar út nú en áður. Hún sagði að samtökin hefðu ekki neinar tölur í höndunum sem sönnuðu þetta en sumir hefðu þetta á tilfinningunni. M.a. hefur Lilja fengið ábendingar þessa efnis frá liðsmönnum samtakanna og því tók hún málið upp í stjórninni.

„Getum hefur verið að því leitt að það sé verið að kalla okkur út í verkefni sem lögregla hefði sinnt áður,“ sagði Lilja. Hún nefndi til dæmis aðstoð við vegfarendur og að nú væri hóað í björgunarsveitir til aðstoðar í tilvikum sem lögreglan hefði sinnt áður. Lilja sagði t.d. ljóst að hálendisþjónusta Slysavarnafélagsins Landbjargar hefði orðið til þess að fækka útköllum lögreglu.

„Þarna eru björgunarsveitarbílar í sjö vikur yfir sumarið. Það gefur auga leið að þeir eiga styttra að fara á vettvang en lögregla úr byggð. Þarna er klárlega verið að sinna beiðnum sem lögregla hefði sinnt áður."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert