Einhugur um að fresta gildistöku vatnalaga

Einar Falur Ingólfsson

Vatna­laga­nefnd hef­ur lokið at­hug­un sinni á nýj­um vatna­lög­um nr. 20/​2006 og er ein­huga um að leggja til að gildis­töku lag­anna verði frestað meðan unnið verði að breyt­ing­um á þeim. Nefnd­in set­ur fram til­lög­ur að breyt­ing­um í fjór­um tölu­sett­um liðum og legg­ur jafn­framt til að þær verði unn­ar sam­hliða inn­leiðingu vatna­til­skip­un­ar ESB í ís­lensk­an rétt.

Nefnd­in hef­ur skilað til­lög­um sín­um til iðnaðarráðherra, ásamt ít­ar­legri skýrslu um vatns­rétt­indi og vatna­lög­gjöf, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Skip­un Vatna­laga­nefnd­ar átti ræt­ur að rekja til sam­komu­lags um meðferð frum­varps til vatna­laga sem gert var á Alþingi vorið 2006 en með því var þess freistað að binda enda á þær erfiðu og miklu deil­ur sem uppi höfðu verið um efni frum­varps­ins.

Sam­komu­lagið fól í sér að gildis­töku vatna­laga skyldi frestað og að jafn­framt að iðnaðarráðherra skyldi skipa nefnd til að fara yfir lög­in og skoða sam­ræmi þeirra við önn­ur laga­ákvæði ís­lensks rétt­ar sem vatn og vatns­rétt­indi varða.

Að fengn­um til­nefn­ing­um frá þing­flokk­um á Alþingi og iðnaðar- og um­hverf­is­ráðherra voru skipaðir í nefnd­ina alþing­is­menn­irn­ir Lúðvík Berg­vins­son, sem jafn­framt var formaður, Sig­urður Kári Kristjáns­son, Katrín Júlí­us­dótt­ir og Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir, lög­menn­irn­ir Stefán Bogi Sveins­son og Tryggvi Agn­ars­son og Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir aðstoðarrektor Há­skól­ans á Bif­röst. Starfsmaður nefnd­ar­inn­ar var Aag­ot V. Óskars­dótt­ir lög­fræðing­ur. Nefnd­in tók til starfa 14. mars sl. og hélt alls 13 fundi.

 Í nefnd­inni ríkti ein­hug­ur um nauðsyn þess að færa umræðu um vatna­lög­in og vatna­mál­in upp úr þeim far­vegi deilna og ágrein­ings sem hún hafði fest í. Taldi nefnd­in brýnt að leita allra leiða til að ná sátt um grund­vallar­for­send­ur vatna­lög­gjaf­ar­inn­ar og um rétt­indi al­menn­ings og land­eig­enda gagn­vart vatni. Vatna­laga­nefnd var sam­mála um að það sé í allra þágu að reglu­verk um auðlind­ina sé skýrt og að um það ríki sátt til lengri tíma. Slíkt auðveldi stefnu­mót­un um nýt­ingu og vernd til framtíðar, sam­kvæmt til­kynn­ingu.  

 Vatna­laga­nefnd lagði áherslu á að líta á vatna­mál­in í víðara sam­hengi og styrkja fræðileg­an grund­völl þeirra. Fól hún nokkr­um fræðimönn­um að skrifa rit­gerðir og fræðileg­ar grein­ar­gerðir um ýmsa þætti þeirra. Þessi gögn hafði Vatna­laga­nefnd til hliðsjón­ar í starfi sínu.

 Nefnd­in taldi mik­il­vægt að tak­ast á við þau ágrein­ings­efni sem uppi hafa verið um vatna­lög­in og móta ákveðnar til­lög­ur sem gætu verið grund­völl­ur al­mennr­ar sátt­ar um áfram­hald­andi þró­un­ar vatna­lög­gjaf­ar­inn­ar, þrátt fyr­ir að skip­un­ar­bréf nefnd­ar­inn­ar kvæði ekki skýr­lega á um beina til­lögu­gerð. Eins og áður seg­ir náðist þver­póli­tísk samstaða í nefnd­inni um þær til­lög­ur sem nefnd­in legg­ur fram.

Til­lög­ur Vatna­laga­nefnd­ar

„Með hliðsjón af niður­stöðum sín­um ger­ir Vatna­laga­nefnd til­lög­ur að end­ur­skoðun vatna­laga nr. 20/​2006. Þær eru sett­ar fram í fjór­um liðum en ber að skoða sem órofa heild. Til­lög­urn­ar bein­ast að ákveðnum þátt­um en ekki er úti­lokað að ein­hverj­ar frek­ari breyt­ing­ar séu nauðsyn­leg­ar til að tryggja innra sam­ræmi lag­anna.

 1. Rétt­inda­ákvæði 4. gr. vatna­laga nr. 20/​2006

Vatna­laga­nefnd tel­ur nauðsyn­legt að orðalag rétt­inda­ákvæðis 4. gr. lag­anna verði end­ur­skoðað þannig að tryggt verði að full­nægj­andi til­lit verði tekið til hags­muna al­menn­ings. Í þessu sam­bandi minn­ir nefnd­in á þann lög­gjaf­ar­vilja að baki samþykkt vatna­laga nr. 20/​2006 að ekki yrði um að ræða breyt­ingu á inn­taki rétt­inda land­eig­enda frá nú­gild­andi rétti. Skil­grein­ing rétt­ind­anna verður þannig að taka mið af því að þetta mark­mið ná­ist og þarf því að end­ur­spegla sam­spil rétt­inda land­eig­enda og al­menn­ings þannig að ljóst sé að rétt­indi beggja séu tak­mörkuð vegna hags­muna hins eins og skýrt má ráða af já­kvæðri skil­grein­ingu vatna­laga nr. 15/​1923 á umráða- og hag­nýt­ing­ar­rétti land­eig­enda.

 Jafn­framt þessu þarf að mati Vatna­laga­nefnd­ar að kveða skýrt á um þær heim­ild­ir sem rétt þykir að al­menn­ing­ur hafi gagn­vart vatni, svo sem um rétt til um­ferðar um vötn, rétt til baða og til neyslu vatns í eign­ar­lönd­um, sem og þær tak­mark­an­ir sem þeim rétti verða sett­ar með til­liti til hags­muna land­eig­enda. Enn­frem­ur er nauðsyn­legt að mörk þeirra heim­ilda sem VII. kafli vatna­laga nr. 20/​2006, um mann­virki, mæl­ir fyr­ir um verði skýrð með hliðsjón af meg­in­regl­unni í 13. gr. lag­anna og að skýr­ar verði kveðið á um að hvaða leyti þær lúti tak­mörk­un­um vegna hags­muna al­menn­ings og annarra ein­stak­linga.

 2. Mark­miðsákvæði vatna­laga

Nefnd­in legg­ur til að mark­miðsákvæði vatna­laga nr. 20/​2006 verði end­ur­skoðað með það í huga að það end­ur­spegli bet­ur fjölþætt hlut­verk vatna­lög­gjaf­ar, þ.e. að lög­in taki mið bæði af hags­mun­um land­eig­enda og al­menn­ings og leggi áherslu á sam­fé­lags­lega hags­muni tengda nýt­ingu og vernd vatns­auðlind­ar­inn­ar.

3. Stjórn­sýsla vatna­mála

Þá er það til­laga Vatna­laga­nefnd­ar að fram fari end­ur­skoðun á stjórn­sýslu­ákvæðum vatna­laga nr. 20/​2006 sem miði að því í fyrsta lagi að tryggja að við meðferð mála sam­kvæmt lög­un­um verði litið til ólíkra hags­muna sem við vatns­auðlind­ina eru tengd­ir; í öðru lagi að ákvæðin verði gerð skýr­ari og að bet­ur verði hugað að sam­ræmi við stjórn­sýslu­ákvæði annarra laga á þessu sviði; og í þriðja lagi að skipu­lag stjórn­sýslu vatna­mála verði gert heild­stæðara og í því sam­bandi verði tekið mið af ákvæðum vatna­til­skip­un­ar ESB (2000/​60/​EC).

 4. Frest­un gildis­töku og skip­un nefnd­ar

Að lok­um legg­ur Vatna­laga­nefnd til að gildis­töku vatna­laga nr. 20/​2006 verði frestað tíma­bundið meðan nefnd sem skipuð verði á veg­um iðnaðarráðherra, og í sam­ráði við um­hverf­is­ráðherra og for­sæt­is­ráðherra, vinni að end­ur­skoðun lag­anna í sam­ræmi við til­lög­ur Vatna­laga­nefnd­ar."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert