Sextán ára gamall piltur hefur verið fundinn sekur um líkamsárás á tvo starfsmenn meðferðarheimilis í Aðaldal.
Pilturinn var hins vegar ekki dæmdur til sérstakrar refsingar en hann var í maí dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. Taldi dómurinn að hefðu málin verið dæmd saman hefði refsing piltsins ekki orðið þyngri.
Þrír piltar voru ákærðir fyrir að hafa í sameiningu ráðist á tvo starfsmenn meðferðarheimilisins í júní á síðasta ári. Piltarnir slógu annan starfsmanninn og ógnuðu hinum með stól.