Gámaþjónusta Vesturlands ehf sem er í eigu Gámaþjónustunnar hefur reist nýja og fullkomna móttökustöð og gámastöð fyrir úrgang og endurvinnsluefni við Ennisbraut í Ólafsvík þar sem áður var fiskverkunarhús.
Samningur var gerður milli Snæfellsbæjar og Gámaþjónustu Vesturlands ehf um aðgang bæjarbúa að stöðinni, en hver íbúðareigandi hefur fullan aðgang að stöðinni og getur komið með allan heimilisúrgang og endurvinnsluefni í stöðina sér að kostnaðarlausu. Fyrirtæki og stofnanir greiða samkvæmt sérstakri gjaldskrá.
,,Samningur sem þessi er einsdæmi á Íslandi og verða stjórnendur Snæfellsbæjar að teljast frumkvöðlar á þessu sviði með því að ná metnaðarfullum markmiðum í umhverfismálum með nýjum hætti sagði Elías Ólafsson, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar, við formlega opnum sem var síðastliðinn laugardag.