Illvíg deila nágranna í Kjós

Lögregla hefur tvisvar verið kvödd til vegna skemmda á nýjum vegi á Harðbala í Laxvogi í Kjós. Tannlæknir af Seltjarnarnesi sem býr í nágrenni hans hefur bæði borið í hann drasl og grafið skurð í hann miðjan til að mótmæla staðsetningunni.

Sigurbjörn Hjaltason sveitarstjóri segir að gert hafi verið ráð fyrir veginum í deiliskipulagi og það legið fyrir áður en viðkomandi nágranni keypti.

Tannlæknirinn keypti lóðina í  framhaldi af sérstöku átaki sem sveitarstjórnin í Kjósarhreppi  stóð fyrir til að laða að nýja íbúa í sveitina.  Hann hefur hinsvegar ekki haft þar heilsársbúsetu heldur hafa framkvæmdir á lóðinni staðið yfir í átta ár.

Sveitarstjórinn segir manninn hafa truflað umferð um landið meðal annars hafi níræð kona sem á sumarhús fyrir neðan húsið orðið fyrir truflunum vegna mannsins. Tannlæknirinn hefur ráðið sér lögfræðing og ætlar að krefjast skaðabóta vegna ólöglegra framkvæmda á landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert