Kjörin hafa versnað

mbl.is

Jan Kaleta hefur ákveðið að hætta að vinna hjá Loftorku í Borgarnesi um næstu áramót og flytja aftur til Póllands ásamt Urzsulu, konu sinni. Jan hefur starfað hjá Loftorku frá því í mars 2005.

Jan kveðst hafa í byrjun fengið meiri vinnu hér og hærri laun en hann átti að venjast í heimalandi sínu. Nú er það breytt. Hann segir að launin hafi lítið hækkað síðan hann byrjaði en vinnan dregist mikið saman. Gengið hefur líka mikið breyst. Þegar hann kom fyrst kostaði evran 71 krónu en nú 128 krónur. Þá hefur framfærslukostnaður hér hækkað mikið. Jan spáir því að fleiri og fleiri Pólverjar snúi aftur heim til Póllands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert