Samningar náðust ekki í dag

Samningaviðræður leiddu ekki til samninga í dag.
Samningaviðræður leiddu ekki til samninga í dag. mbl.is/Golli

Tæplega sex klukkustunda fundi fulltrúa ljósmæðra og ríkissáttasemjara lauk fyrir skömmu og er annar fundur boðaður klukkan tíu í fyrramálið. „Við vorum bara að ræða málin," sagði Guðlaug Einarsdóttir formaður ljósmæðrafélagsins eftir fundinn.

Ef ekki semst á morgun mun þriggja sólarhringa verkfall ljósmæðra hefjast á miðvikudaginn.

„Við erum búin að ræða ýmislegt í dag og við verðum bara að sjá hvert það leiðir okkur á morgun," sagði Guðlaug sem sagðist jafnframt vera hæfilega bjartsýn. „Einhvern tímann semst," sagði hún að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka