Þjófurinn hljóp af sér skóna

Þessi mynd tengist ekki fréttinni og ólíklegt er að þjófurinn …
Þessi mynd tengist ekki fréttinni og ólíklegt er að þjófurinn hafi verið skæddur á þennan máta. mbl.is/Árni Sæberg

Brotist var inn í einbýlishús við Hverafold í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Lögregla telur að styggð hafi komið að þjófinum er húsráðendur bar að garði. Þjófurinn forðaði sér út bakdyramegin en skór hans fundust í garðinum.

„Þjófurinn komst undan með eitthvert þýfi en hann flýtti sér svo mikið að hann hljóp af sér báða skóna," sagði varðstjóri lögreglu höfuðborgarsvæðisins við mbl.is.

Lögreglan var kvödd á staðinn og leitaði í nágrenninu að manni á sokkaleistunum en það bar ekki árangur. 

Ekki fylgdu nánari upplýsingar um skóna sem þjófurinn skildi eftir.

Lögreglan biður þá sum kunna að hafa séð skólausan mann á ferli á þessum slóðum í dag að hafa samband í síma 444 1000.

Málið er í rannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert