Fæðingum fjölgar enn

Ásdís Ásgeirsdóttir

Enn fjölgar þeim sem sækja sér þjónustu Landspítalans, en þeir voru fjögur þúsund fleiri fyrstu sjö mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum starfsemistölum spítalans. Þá eru komur á göngudeildir spítalans um 13 þúsund fleiri en í fyrra en komum á dagdeildir hins vegar fækkar.

Fjöldi koma á slysa- og bráðamóttökur er svipaður milli ára en þeim sem þangað leita og eru lagðir inn á spítalann hefur fækkað um 4,5%. Heldur meira hefur þurft að draga úr sjúkrahústengdum heimavitjunum í sumar en á síðasta ári.

Aukin aðsókn leiðir einnig til aukningar á rannsóknum til greiningar sjúkdóma, svo sem rannsóknum á sviði myndgreiningar, blóðmeinafræði og lífefnafræði. Þá voru fæðingar 182 fleiri en á sama tíma í fyrra. Heildarfjöldi innlagna á spítalann er svipaður milli ára, en legudögum fækkar jafnt og þétt og meðallegutími styttist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert