Fær ekki að verja Jón Ólafsson

Jón Ólafsson.
Jón Ólafsson.

Kröfu um að Sigurði G. Guðjónssyni, hæstaréttarlögmanni, verði heimilað að verja Jón Ólafsson í skattamáli var hafnað í Héraðdómi Reykjavíkur í morgun. Er þetta í annað skipti sem þeirri kröfu er hafnað.

Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Jóns, ætlar að kæra þessa niðurstöðu til Hæstaréttar líkt og hann gerði í fyrra skiptið þegar héraðsdómur úrskurðaði um kröfuna.  Þá ómerkti Hæstiréttur úrskurðinn og vísaði málinu á ný heim í hérað þar sem talið var að Ragnar hefði ekki fengið tækifæri til að rökstyðja kröfu Jóns fyrir héraðsdómi.

Málflutningur um frávísunarkröfuna hefur verið settur 20. október næstkomandi þó með fyrirvara um framgang málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka